Myndablogg frá bókverkamessu 1 | Svanborg’s notes – Codex 2019

🇮🇸 Það er ekki auðvelt að velja uppáhaldsverk úr öllum þeim fjölda verka sem voru sýnd á CODEX VII en við ætlum þó að gera tilraun til að birta nokkra pistla með myndum og upplýsingum um verk og listamenn sem vöktu athygli okkar. Þessi úttekt verður auðvitað á engan hátt tæmandi. Hér neðar eru myndir og texti frá Svanborgu Matthíasdóttur.
CODEX VII bókaverkamessan í Kaliforníu fór fram dagana 3.-6. febrúar 2019.


🇬🇧 It is not easy, and in fact impossible, to choose favorites from all the huge number of works that were shown at CODEX VII. Still, we are going to post a selection of photos and information about works and artists that caught our attention. Below is Svanborg’s pick.
The CODEX VII book fair was held February 3.-6. 2019. 



Myndir og texti | Photos and text:
Svanborg Matthíasdóttir

PIERRE WALUSINSKI – LIBRARIE NICAISE



Nágranni okkar á Codex-borði 124 var herramaðurinn Pierre Walusinski frá Librairie Nicaise í París, sem var stofnað árið 1943 á 145 Boulevard Saint-Germain, hvar starfsemin hefur verið til húsa allar götur síðan. Af hógværð og ástríðu fyrir handverki, hönnun og list leiddi Walusinski okkur inn í leyndardóma bókverka sinna. Þar skoðaði ég meðal annarra eftirminnilegra bóka; Séquelle eftir Jean Tardieu & Petr Herel og bókina Des hirondelles et de quelques oiseaux connus, méconnus, ou inconnus décrits par le Comte de Buffon et Dado, Fata Morgana, 1988, verk eftir Louise Bescond. Hún gerir einstaklega fallegar bækur, klassískar, elegant og nútímalegar.


Our neigbour at Codex on table 124 was the gentleman Pierre Walusinski from Librairie Nicaise in Paris, founded in 1943 at 145 Boulevard Saint-Germain, where it still resides. With pride and respect for the art, craftsmanship and design of the art on display Walusinski guided us into the secrets of his books. I remember especially the two; Séquelle eftir Jean Tardieu & Petr Herel, and Des hirondelles et de quelques oiseaux connus, méconnus, ou inconnus décrits par le Comte de Buffon et Dado, Fata Morgana, 1988 made by Louise Bescond.


VERONIKA SCHÄPERS

Á borði Veronicu Schapers voru ótrúlega fínlegar og glæsilegar bækur. Sláandi vandaðar og alveg einstakar. Japönsk áhrif, ljós litbrigði og gegnsæi voru einkennandi fyrir bækurnar. Ég skoðaði m.a. bókina með ljóðunum „Weiße Verben“/ White Verbs sem Durs Grünbein orti eftir að hann hafði í fyrsta sinn séð málverk Kazimirs Malevichs, “Suprematist Composition: White on White” í New York Museum of Modern Art. Dásamlegt verk. Önnur bók Veroniku Schäpers, 26°57, 3’N ,142°16,8’E (The Squid Book) er ekki síður spennandi.


I came across a collection of incredibly delicate and elegant books on Veronica Schapers’ table. They were beautifully made and quite unique, mostly light in color, semitransparent and had a Japanese feel to them. The book Durs Grünbein’s poem “Weiße Verben”/ White Verbs is a response to his first encounter with Kazimir Malevich’s painting “Suprematist Composition: White on White” in the New York Museum of Modern Art. A beautiful book . And another one of Veronika Schäpers books; 26°57, 3’N ,142°16,8’E (The Squid Book) is no less exciting.


EDITION DESPALLES


Edition Despalles: Augnakonfekt, vönduð, falleg og „nútímaleg“ bókverk. Notkun á lit, formum, efni og handbragði bæði heillaði mig og var mér minnisstætt. Ef smellt er á slóðirnar má sjá tvær af bókunum sem ég heilaðist af hjá Despalles: Weder Senf noch Safran | Ni sanve ni safran eftir Franz Mon, Jean-Claude Loubières og Johannes Strugalla, og Cinabre eftir Johannes Strugalla.
Despalles útgáfufyrirtækið var stofnað af þeim Despalles og Strugalla árið 1982. Þeir reka gallerí í París og prentverkstæði í Mainz. Þeir eru í samvinnu við bæði þýska og franska listamenn.


Edition Despalles: A treat for the eye, elaborate, beautiful and “modern” artists books. The use of color, forms, materials and craftsmanship fascinated and inspired me. Two of many memorable books that I looked at were: Weder Senf noch Safran | Ni sanve ni safran eftir Franz Mon, Jean-Claude Loubières and Johannes Strugalla, and Cinabre by Johannes Strugalla.
Despalles Edition was founded by Despalles and Strugalla in 1982. They have a gallery in Paris and printing facilities in Mainz. They work with both French and German artists.


MINDY BELOFF – INTIMA PRESS

Um Mínótárinn hennar Mindyar: Mindy Belloff er listamaður, hönnuður, prentari og útgefandi sem hefur rekið útgáfufyrirtækið Intima Press á 32 Union Square East, Studio 310, New York síðan árið 1996. Ég rakst óvænt á nýjasta stórvirkið hennar: A Golden Thread: The Minotaur – A Contemporary Illumination, og heillaðist alveg. Á slóðinni hér: View Prospectus má fá hugmynd um verkið og útgáfuna og til að fá innsýn inn í hvernig sagan mótar hönnunina og prentunina er gaman að kíkja á: Let’s See That Printed: Mindy Belloff of Intima Press’s ‘Minotaur’.


About Mindy´s Minotau: Mindy Belloff, artist, designer, printer, and publisher, has been running Intima Press in 32 Union Square East, Studio 310, New York since 1996. I came across her “new tour de force edition “ A Golden Thread: The Minotaur – A Contemporary Illumination. And became totally fascinated. View Prospectus to get a better idea of the edition, and for an insight into the process of making the piece take a look at : Let’s See That Printed: Mindy Belloff of Intima Press’s ‘Minotaur’.

Smellið á myndirnar til að stækka! | Click on the images to enlarge!

Leave a comment